26.4.2013 | 12:15
Rétt, en rangar forsendur.
Forsendurnar eru rangar að mínu mati. Lenging flutningstíma um 30 mín. er ekki ásættanleg. Því myndi ég ekki láta sjúkraflugvélarnar lenda í Keflavík, heldur koma upp flugvöllum (eða nýta núverandi) norðan og austan við borgina. Þeir yrðu ekki ný miðstöð innanlandsflugs heldur notaðir í neyðartilfellum eins og sumt sjúkraflug getur verið. Þegar mikið lægi við ennþá, eftir 2,5-3 tíma flutningstíma sjúklingsins, þá yrði sjúklingurinn fluttur síðustu kílómetrana með þyrlu. Þessi aðferð myndi ekki lengja flutningstíma sjúklinganna marktækt, ekki nema ómögulegt reyndist að finna landsvæði innan 25 km radíuss. (6 mín í þyrlu) Mögulega má færa rök fyrir að 50 km séu lagi. Ástæðan er 1. að flugvélin þarf líka að fljúga þessa vegalengd 2. Þyrlan lendir við sjúkrahúsdyrnar, ekki flugvélin. Nokkir flugvellir eru nú þegar í nágrenni Reykjavíkur, sem mætti bæta alla svo að þeir gætu í sameiningu virkað í öllum veðrum. Næstu flugvellir við Rvk eru Sandskeið og Tungubakkaflugvöllur. Í lagi gæti líka verið að lenda á Selfossi (12 mín með þyrlu+ 0 mín sjúkrabíll, ca. 6 mín með flugvél + 2-3 mín sjúkrabíll).
Ég hef ekki lesið eða heyrt góð rök sem myndu útiloka þetta, heyrt nokkur rök sem mér finnst ekki sérlega sterk. Það er mikð notaður þyrlupallur á þakinu á sjúkrahúsinu sem ég vinn núna á í Stokkhólmi. Það er alltaf hægt að ímynda sér einhverjar veðurhamfarir eða bilanir sem hindra flutning sjúklinga sama hvaða aðferð er notuð.
Ég hef flutt nokkra sjúklinga með sjúkrafluginu á Íslandi, eins og yfirlæknirinn bendir á er flutningstíminn umtalsvert langur eins og hann er núna, og ef þessi aðferð yrði notuð væri ekki breyting á tímalengd flutnings neitt sérstakt áhyggjuefni.
Það þarf líka að taka með í reikninginn að það eru einnig meiri líkur á að lifa af vissa áverka og veikindi ef maður býr í 2 mín. akstursfjarlægð frá sjúkrahúsinu heldur en í 10-15 mín. fjarlægð . Hverfi í Vatnsmýrinni yrði á þennan hátt mun nær Landspítalanum heldur en þau hverfi sem hafa risið síðustu árin á höfuðborgarsvæðinu.
Staðsetning flugvallar spurning um líf eða dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Þorgeir Gestsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar